
Jæja, held að það sé ágætt að ég segi aðeins frá mér og því sem ég er að selja hér á nýju heimasíðunni okkar!
Ég heiti Hildur Hinriksdóttir og er hönnuður í Róm! Ég er Hafnfirðingur i húð og hár... meira að segja Gaflari en hef búið í Róm síðastliðin 10 ár.
Ég hef alltaf skapað mikið... verið búningahönnuður, brúðarkjólahönnuður, prjónakona,,, heklari og svo margt margt meira... ég get ekki horft á sjónvarpið án þess að vera að skapa eitthvað...hvort sem það er prjónaskapur, teikning eða útsaumur.
Ég byrjaði að gera endurunnu eyrnalokkana mína fyrir um það bil tveimur árum síðan, ég var að jafna mig á brjóstnámi og krabbameinsaðgerðum og gat ekki lengur unnið vinnuna mína á Tommaborgurum í Róm.
Lokkarnir mínir eru mjög léttir og ég ákvað strax að hafa þá með stál festingum og hringjum til að sporna við ofnæmisviðbrögðum.
Ég nota bara endurunnin pappír, vatnslitamyndir eftir mig og teikningar.. og svo umbúðir alls konar sem mér finnst fallegar.
Sendingarkostnaðurinn er innifalinn í verðinu til Íslands.
Nóg í bili... hitinn er orðin óþolandi hér á svölunum og komin tími til að huga að kvöldmat!
Ást og friður
Write a comment
Kristbjörg (Thursday, 24 June 2021 11:55)
Dugnaðarforkur, líst vel á þetta hjá þér og gaman að skoða, bara innilega til hamingju með lífið.