Jæja, held að það sé ágætt að ég segi aðeins frá mér og því sem ég er að selja hér á nýju heimasíðunni okkar! Ég heiti Hildur Hinriksdóttir og er hönnuður í Róm! Ég er Hafnfirðingur i húð og hár... meira að segja Gaflari en hef búið í Róm síðastliðin 10 ár. Ég hef alltaf skapað mikið... verið búningahönnuður, brúðarkjólahönnuður, prjónakona,,, heklari og svo margt margt meira... ég get ekki horft á sjónvarpið án þess að vera að skapa...